Friday, November 13, 2009

Færi mig um set

Eins og indjánarnir til forna færi ég mig nú um set á nýjar veiðilendur. Ég hef nú tjaldað á nýju íslensku bloggsvæði, www.bloggheimar.is og er síðan mín


Þetta er frábært framtak nokkurra duglegra einstaklinga og gaman að vera með og búa til nýjan vettvang þar sem ég vona að uppbyggileg og skemmtileg skoðanaskipti munu blómstra.

Bloggheimar byggja á grunni Wordpress viðmóts sem ég er enn að læra á en virðist bjóða upp á mun meiri sveigjanleika og ekki síðri möguleika en viðmótið hér á blogspot.

Monday, November 9, 2009

Skilar 47% skattþrep nægu?

47% hátekjuskattur á tekjur yfir 500.000 kr á mánuði er auka 10% hátekjuþrep. Það þýðir að skattur á þennan hluta tekna hækkar um 27%, þ.e.a.s. 10% þrepið sem hlutfall af 37%.

En samkvæmt fjárlagafrumvarpinu eins og það var lagt fram í byrjun október áttu skattar á tekjur einstaklinga að aukast alls um ca. 34% (úr 106 milljörðum áætluðum fyrir 2009 í 143 milljarða, sjá eldri færslu).

27% hækkun á hluta tekna getur ekki skilað 34% heildar-skattahækkun á einstaklinga. Langt í frá.

Tökum dæmi:
Einstaklingur með 800.000 kr í mánaðartekjur þarf að greiða 30.000 kr meira vegna þessa skattþreps, auka 10.000 kr á hvern hundraðþúsundkall umfram 500.000, og 10 þúsund aukalega á tekjurnar milli 250 og 500.000. Mánaðarlegur tekjuskattur hans hækkar úr u.þ.b. 256.000 kr í um 296.000 kr, eða um ca. 16%.

ÞEtta er ekki alveg nákvæmt, því samkbæmt hugmyndunum á skattprósentan að lækka lítils háttar á lægsta tekjubilið, á tekjur undir 250.000.

Ég sé samt ekki að þetta fylli í skattalið fjárlaga, þetta virðist svona samkvæmt gróflegum útreikningi skila alla vega helmingi minni skatthækkun en fjárlög gera ráð fyrir.

Sunday, November 8, 2009

Ármann hittir naglann á höfuðið

Almenningur sér nú bankamenn fyrir sér sem heimska, óheiðarlega og yfirborgaða áhættufíkla sem ætti að setja í fangelsi fyrir þau stórfenglegu skemmdarverk sem þeir unnu.

Þetta segir Ármann Þorvaldsson, í viðtali við The Guardian. Sagt er frá þessu Pressunni, undir fyrirsögninni: "Ármann Þorvaldsson: Starfsfólk banka ekki yfirborgaðir heimskir áhættufíklar sem læsa á inni". Ég skil raunar ekki hvaðan Pressan fær þessa fyrirsögn, Ármann er svo sem ekkert beinlínis að rengja þennan dóm, en segir að að það sé "ekki þægilegt að láta líta svoleiðis á sig".

Nei, skiljanlega er það ekki. Mér skilst á bókadómum að hann staðfesti í bók sinni að heilmikið sé til í þessum dómi almennings. Hef sjálfur ekki lesið hana, en þetta má lesa í Guardian viðtalinu:
"These were businesses that were built from almost nothing over a 15-year period. They were the result of a lot of hard work by talented people. The average man or woman on the street now thinks every banker is stupid, dishonest and overpaid, a risk junkie who should go to jail for the colossal vandalism we've caused. Being perceived like that doesn't feel great."

Peppered with anecdotes illustrating the lifestyle excesses that mirrored Kaupthing's meteoric rise from a small firm in Iceland's tiny island economy to a significant European player, it is hard to see how Thorvaldsson hopes his book's candour will win over hostile critics.

Episodes that he recalls include arm-wrestling contests and nightclub excursions during a lavish Icelandic fishing trip for the KSF client Gordon Ramsay; hiring Tom Jones to sing at a private party for 200 guests at the Natural History Museum; and an extravagant St Tropez lunch where a waiter dressed as Spider-Man sprayed the contents of a Melchizedek – a 30-litre champagne bottle – over guests including a Russian billionaire sat on a throne and the former chairman of one of the UK's largest banks.

During the Monaco grand prix, Thorvaldsson recalls, "we knew so many people that we hopped from one yacht to another", name-dropping the retail entrepreneurs Mike Ashley and Sir Tom Hunter, property developers the Candy Brothers and currency trader Joe Lewis – all of whom became clients.

"We socialised and networked at high-profile events at venues like Elton John's home, the Winter Palace in St Petersburg and Hampton Court Palace … I sat at tables with Elle McPherson and Sting, and stood at urinals with Rod Stewart and Hugh Grant on either side of me."

Forvitnilegt að sjá í hvað peningarnir fóru sem bankarnir soguðu til sín.

Friday, November 6, 2009

Einkaleyfi vikunnar V: gagnlegt í kreppunni

Einkaleyfi þessarar viku gæti gagnast nú á samdráttartímum þegar skera þarf niður í ríkisrekstri og fækka starfsfólki. Með þessari uppfinningu frá 1969 má fækka umönnunarfólki á elliheimilum, sjúkrahúsum, fangelsum og meðferðarstofnunum fyrir tölvuleikjasjúklinga, og öllum öðrum stöðum þar sem fólk er ófært um eða óviljugt að fara í bað. Einkaleyfið er útrunnið og raunar ólíklegt að það hafi verið skráð á Íslandi, svo ekki þarf að greiða leyfisgjald til að nota uppfinninguna.

US 3,483,572 Automated Bathing Facility

An automated bathing system or facility adapted for use in bathing large numbers of patients or persons in standing position by which the patients are suspended by means of a harness from an overhead rail and are moved along a conveyor belt floor past a wetting station, a rinsing station and finally into a drying station.


This invention relates to improvements in bathing facilities to be used by a plurality of people and in particular the invention provides for an automated bathing facility in which a plurality of persons or institutionalized patients may be positioned on conveyor facilities and successively moved through a plurality of stations where said patients are automatically bathed, soaped, rinsed, and dried while being supported in a vertical or standing position.


Monday, November 2, 2009

Refskák Nonna

Ef ég væri Nonni ríki og ætti risastórt en hrikalega skuldsett og umframveðsett fyrirtæki og væri í mjög þröngri stöðu að semja við minn viðskiptabanka gæti þetta verið snjöll flétta:

Ég myndi nota mína eigin fjölmiðla og leka út sögum um að ég væri að loka díl aldarinnar, fengi áfram að halda 60% í fyrirtæki mínu en fá afskrifaðar skuldir sem jafngilda 150 þúsund kalli á hvert mannsbarn eða hálfa milljón á hverja fjölskyldu. (Svona u.þ.b. það sem meðalfjölskyldan verslar á einu ári í fyrirtækjum mínum...)

Í kjölfarið hæfist misvitur umræða í veikburða fjölmiðlum, upphrópanir í netmiðlum, allir sjóðandi illir. Eftir fáa daga kæmi svo í ljós að þetta var allt bara bull, díllinn var alls ekki svona svakalegur heldur miklu skárri og allir myndu segja pfúff, sjúkkít! og verða voða fegnir.

En ég myndi kannski losna við skuldahalann, yfirvofandi gjaldþrot og fengi að halda gömlu góðu Bónusbúðunum mínum.

Það væri kannski tilraunarinnar virði?


Saturday, October 31, 2009

Ólafur Hrunverji - mistækur bloggari í afneitun

Ekki er við því að búast að allir fyrrverandi háttsettir bankamenn og fjármálaráðgjafar læðist með veggjum og láti ekkert í sér heyra. Allir mega svo sannarlega taka til máls og taka þátt í opinberri umræðu, en sumum tek ég með meiri fyrirvara en öðrum.

Ólafur Arnarson er læsilegur og lipur pistlahöfundur sem ég hef áður vikið að á þessari síðu og skrifar nær daglega á Pressuna. En Ólafur er ekki hlutlaus. Hann er að mínum dómi vafasamur sagnaritari hrunsins. Greinilega í liði Hrunverja, sem annar bankamaður skilgreinir í skemmtilegum pistli. (Sá má eiga það að gangast við sínu liði.) Ólafur tekur up hanskann fyrir íslenska bankamenn og telur orð Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra um að íslenskur bankamenn hefðu verið þeir verstu í heimi ómakleg og skaðleg.

Ólafur er greinilega í þeim hópi sem telur að stjórnmálamenn og eftirlitsaðilar beri meiri ábyrgð og segir svo:
Hér skal það fullyrt að íslenskir bankamenn eru í hópi hinna bestu í heimi. Íslenskir bankar náðu undraverðum árangri á erlendrum mörkuðum en það var ónýtt eftirlitskerfi og vondir innviðir, sem skópu ógæfu Íslands. Góðir bankamenn ganga eins langt og kerfið leyfir þeim.

Merkileg orð, svo ekki sé meira sagt! Hér snýr Ólafur heldur betur hlutum á haus. Óbreyttir þegnar þessa lands geta vissulega og réttilega áfellst stjórnvöld fyrir að hafa leyft bankamönnum að ganga "eins langt og kerfið leyfir þeim", en bankamennirnir sjálfir geta tæplega skýlt sig á bakvið þá afsökun það var ónógt eftirlit með þeim! Hljómar svolítið eins og dópisti að ásaka Fíknó fyrir of mikið framboð af dópi.

Ég er sjálfur menntaður efnafræðingur. Ef ég hefði nú lagt stund á efnaverkfræði og hannað efnaverksmiðjur og olíuhreinsistöðvar sem hefðu svo allar sprungið í loft upp og eyðilagt allt í kringum sig myndi ég snúa mér að einhverju allt öðru, keyra rútu, smíða lykla, bera út blöð, eitthvað þar sem engin hætta væri á að ég sprengdi upp heilu bæina. Allra síst myndi ég segja

Þetta er allt eftirlitsverkfræðingum að kenna, og skorti á regluverki. Ekki benda á mig! Góðir efnaverkfræðingar ganga eins langt og kerfið leyfir þeim.


Íslensk verksmiðja, vonandi vel hönnuð og traustbyggð.

Um hælisleitendur og tilfinningasöm mótmæli

Ég hef verið hugsi yfir deilum og mótmælum vegna flóttamanna og hælisleitenda sem sendir voru úr landi fyrir skemmstu. Mótmælendur hafa heilmikið til síns máls, aðstæður sem flóttamenn eru sendir tilbaka til á Grikklandi eru slæmar, þar eru fyrir þúsundir flóttamanna og langflestir þeirra eru svo sendir til síns heimalands þaðan sem þeir flúðu.

Mótmælendur vilja líta á mannúðarsjónarmið og hafa verið mjög duglegir að líta á þessi tilteknu mál liðinna vikna frá mjög persónulegu sjónarhorni, með því að kynna og segja frá þeim ungu mönnum sem í hlut áttu, þeirra aðstæðum og bakgrunni. Mótmælendur vilja að við lítum á flóttamennina ungu sem einstaklinga. Fjölmiðlar birta við þá viðtöl, sýna myndir og segja sögur.

Ragna dómsmálaráðherra er úthrópuð sem vond, hún taki ákvarðanir sem hafi hörmulegar afleiðingar fyrir þessa tilteknu nafngreindu og geðþekku einstaklinga.

Og þetta er vissulega á margan hátt satt og rétt. En ég held þó alls ekki að dómsmálaráðherra sé vond. Hún tók ákvörðun á grundvelli nokkuð skýrra og einfaldra reglna sem legið hafa fyrir í einhverja mánuði. Ef mótmælendur eru ósáttir við reglurnar eiga þeir að færa rök fyrir því að þeim verði breytt.

Það er ekki að það sé beinlínis rangt að líta á þessu má persónulega, en það gerir umræðuna alla voða tilfinningasama og ekki að sama skapi auðveldari viðureignar. Sú nálgun sem mér virðist mótmælendur beita hlýtur að leiða til þeirrar niðurstöðu að allir sem á annað borð koma sér inn fyrir landsteinana á flótta frá raunverulega erfiðum aðstæðum megi vera hér áfram.

En þá vaknar spurningin, hvað með alla hina? Þá sem ekki tókst að skrapa saman aur fyrir flugmiða hingað. Þá sem sitja fastir í ömurlegum flóttamannabúðum. Hvað með hina 20.000 flóttamennina á Grikklandi sem fá algjörlega ófullnægjandi aðstoð og málsmeðhöndlun og verða næsta víst sendir tilbaka? Á bakvið þá tölu eru líka einstaklingar, með sína sögu, erfiðar minningar, kærustur, áhugamál og drauma. Við stöndum frammi fyrir erfiðri siðferðislegri spurningu, er ómannúðlegt að senda flóttamenn sem leita sér hælis hér aftur til Grikklands? Berum við meiri ábyrgð á þeim sem hingað koma eða vilja koma, en hinum sem eru þar og þjást jafn mikið eða meira?

Þetta leiðir okkur að dilemma, sem snýr að tvískinnungi okkar gagnvart umheiminum. Við sem erum svo ljónheppin að fæðast í einu ríkasta landi heims (jú, landið okkar er enn í þeim klúbbi!) vitum að stór hluti jarðarbúa býr við hreint ömurlegar aðstæður. Við gerum hins vegar fæst mikið í því. Við látum það ekki trufla okkar dagsdaglega líf að fjöldi fólks býr við örbirgð, hungur, vosbúð og stríð. Það bætir svo sem ekki líf neins ef við göngum með nagandi samviskubit alla daga. En við getum auðvitað lagt okkar lóð á vogarskálarnar. Við getum stutt barnaheimili í fátækum ríkjum, skólagöngu munaðarlausra og önnur samfélagsleg verkefni og reynt að beita okkur fyrir pólitískum leiðum með rödd okkar lands á alþjóðlegum vettvangi til að bæta kjör fátækra landa, og draga úr ójöfnuði. Og ALDREI aftur styðja stríð sem haldið er útí á grundvelli lyga og blekkinga eins og í innrásinni í Írak og leiddi hörmungar yfir milljónir fólks.

En að við tökum á móti öllum flóttamönnum sem banka á dyr er ekki sjálfsagt. Betra er ef flóttamenn geti búið í sínum heimahögum og það vilja þeir eflaust helst af öllu sjálfir. Kannski eru viðmið okkar óþarflega stíf, en ég velti fyrir mér hvort það myndi ekki spyrjast út ef hér væru dyr opnaðar upp á gátt og við fengjum hingað meiri fjölda fólks en við ráðum við.

Ég er algjörlega ósammála Stefáni Pálssyni um að Ragna ráðherra hefði átt að afgreiða þetta mál "pólitískt", hreinlega skil varla hvað hann á við. Hvernig átti hún pólitískt að komast að annarri og réttari niðurstöðu?

EF málið er að við teljum allsendis ófullnægjandi móttaka og meðferð flóttamanna í Grikklandi eigum við einfaldlega ekki að endursenda þangað flóttamenn, heldur afgreiða þeirra mál hér heima. En til þess beitum við gagnsæjum og sanngjörnum reglum svo allir njóti jafnræðis. Það er miður að það það taki marga mánuði að afgreiða beiðnir hælisleitenda. Hvort þeir öðlist meiri rétt á að vera sem hafa beðið hér lengi og eignast vini meðal ungra VG-liða er erfið og viðkvæm spurning sem verður ekki svarað með hávaðasömum mótmælum.


Flóttamenn á Grikklandi. Myndin er frá bloggsíðu flóttamanna í Þessalóniku, clandestinenglish.wordpress.com


Thursday, October 29, 2009

Einkaleyfi vikunar IV

Allir foreldrar sem eiga fleiri en eitt barn geta séð gagnsemi þessarar uppfinningar. Ég ólst sjálfur upp í fjögurra systkina hópi, fyrir tíma sjö sæta fjölskyldubíla og risajeppa. Þar sem engin svona skilrúm voru til var ég yfirlett settur á milli órólegri systkina, sem eins konar "mannlegt" skilrúm.


Unites States Patent 6,260,903

Children seated in a rear seat of an automobile may engage in squabbling, fighting, or other behavior that may be distracting to the driver.




What is claimed is:

1. A portable partition for use in an automobile having a seat including a seat bench and a seat backrest, comprising:
a seat plate having first and second portions structured to rest on the seat bench;
a partition plate having a bottom edge connected to the seat plate intermediate the first and second portions; and
a hinge joining the first and second portions;
wherein, when the seat plate is disposed upon the seat bench, the partition plate is disposed substantially orthogonal to the seat bench.

Skoðanakönnun: Hverjum treystir þú best?

Þú hefur verið valinn í marktækt úrtak blogglesara í vísindalegri skoðanakönnun:

Hverjum treystir þú best til að leiða íslenskt viðskiptalíf upp úr öldudalnum og efla traust á íslenskum fyrirtækjum? Veljið einn af eftirtöldum:

a) Björgólfi Thor
b) Hannesi Smára
c) Karli Werners
d) Jóni Ásgeiri
e) Lýði Guðmundssyni
f) Bjarna Ármanns

Tuesday, October 27, 2009

Eru rík börn í Skagafirði?

... eða er Sauðárkrókur kannski í allt öðru landi en hér á Íslandi?

Þessu velti ég fyrir mér vegna frétta í dag af fjölmennum fundi á Sauðárkróki þar sem því var harðlega mótmælt að skorið yrði niður hjá ríkisstofnunum í héraðinu.

Þeir hljóta að eiga rík börn, sem geta borgað tilbaka LÁN sem þarf til að reka ríkissjóð áfram með ógnarhalla. Eða sætta Skagfirðingar sig við niðurskurð, bara annars staðar en hjá sér?

Sauðkræklingar geta lesið fjárlagafrumvarpið hér og komið með tillögur hvernig megi greiða fyrir rekstur ríkissjóðs, draga úr útgjöldum og útdeila takmörkuðum fjármunum úr honum. Annars verður gagnrýni þeirra bara tómt píp.

Frumvarpið er raunar meingallað eins og ég hef skrifað um, og ég veit ekki hvenær fólk, t.d. á þingi, hefur hugsað sér að ræða það af einhverju viti, en nú er tæpur mánuður síðan það var kynnt. Kannski til of mikils vænst að það verði rætt af viti einmitt á þingi?


Sauðárkrókur á góðum degi

Monday, October 26, 2009

Sænskur njósnari og landráðabrigsl á bloggi

Sænsk blöð hafa flutt æsilegar fréttir af því að einn vinsælasti spennusagnahöfundur Svía og frægur blaðamaður, Jan Guillou hafi verið á málum hjá KGB sem njósnari. Íslenskir hægrimenn fá gæsahúð af æsingi. Ræpubloggarinn Jón Valur er með það á hreinu að Guillou sé landráðamaður. Frjálshyggjufélagið beinir því til íslenskra kommúnista að þeir segi frá sínum njósnum hér á landi fyrir Rússagrýluna og prófessor Hólmsteinn snarar frá sér pistli í sama anda og bendir á að KGB tengiliður Guillou hafi síðar unnið í sovéska sendiráðinu á Íslandi.

Nú ætla ég mér ekki að taka upp hanskann fyrir Guillou, þekki manninn ekki og það getur vel verið að hann hafi ungur og róttækur látið nota sig, þó hann haldi því nú fram að hann hafi bara verið að leika á njósnarana og gert þetta í þeim tilgangi að afla sér upplýsinga og fræðast um njósnastarfsemi KGB, sem blaðamaður, allt í "journalistiskt syfte".

En sagan er meira "djúsí" en þetta og kannski ekki hægt að ætlast til að Dogga-krækjubloggarar viti um forsögu málsins. Guillou er nefnilega einn fárra Svía sem hefur í raun og veru verið dæmdur fyrir njósnir, það var þegar árið 1973. Guillou kom þá upp um ansi umfangsmikla njósnastarfsemi sænsku leynilögreglunnar innan raða ýmissa sænskra róttækra félagasamtaka. Njósnastofnun Svía hafði m.ö.o. plantað sínum "moldvörpum" inn í ýmsa hópa sem ríkið taldi grunsamlegt, svo sem vinasamtök Palestínumanna og fleiri. Þetta fannst Guillou skammarlegt, að ríki skyldi njósna um þegna sína, og birti heilmikinn greinaflokk um málið sem kallast í Svíþjóð "IB-affären". Fyrir vikið fékk Guillou 10 mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm, fyrir að ljóstra upp um ríkisleyndarmál Svía.

Einhverjir kynnu að segja að hann eigi það nú inni að hafa svo þrátt fyrir allt verið raunverulegur njósnari, en ekki bara dæmdur fyrir að hafa komið upp um stórabróðurlega hegðun sænsku leynilögreglunnar!

Ég myndi hins vegar bíða og sjá hverju sænsk blöð komast að næstu daga áður en ég fullyrði að Guillou geti kallast landráðamaður eins og íslenskir bloggarar hrópa nú svo hlakkar í þeim. Í mínum huga er það eitt og sér klárlega ekki landráð að hitta sovéska njósnara, eða stela handa þeim eintaki af innanhússímaskrá bandaríska sendiráðsins í Stokkhólmi, sem kvað hafa verið eitt af verkefnum Guillou.

En það vekur hjá manni vissan ugg hvað orðið landráð er mörgum tamt í munni og í sjálfur sér ekki skrýtið að skrímslabloggarar skulu hikstalaust telja landráð njósnafundi manns sem bjó ekki yfir neinum ríkisleyndarmálum, þeir hinir sömu hafa jú briglsað stjórnmálamenn um landráð fyrir það eitt að gera sitt besta til að halda fljótandi þjóðarskútu sem aðrir sigldu á sker og nánast hvolfdu.



Veggspjald frá frægri herferð sænskra stjónvalda í seinni heimsstyrjöld til að hvetja landsmenn til þagmælsku gagnvart útlendingum. Fyrir þá sem eru ekki sleipir í sænsku þyðir textinn bæði "sænskur tígur" og "Svíi þagar".


P.S. Bækur Guillou um hin ímyndaða ofurnjósnara Carl Hamilton eru prýðis reyfarar enda höfundur hafsjór af fróðleik um margvíslega starfshætti njósnara og kryddar hressilega!

P.P.S. Ég vil endilega biðja Eyjuna að merkja nú skilmerkilega krækjur í blogg-pistla af Pressunni sem slíka og gefa upp nafn höfundar eins og alla jafna er gert, svo maður rambi ekki óvart inn á eitthvert loddarablogg þegar krækjan virðist vísa í frétt.

Thursday, October 22, 2009

Einkaleyfi vikunnar III

Fyrir þá sem langar til að borða kínverskan mat með prjónum en treysta sér ekki til þess:
United States Patent 4,809,435

The invention relates to eating utensils and, more particularly, to a utensil that resembles chopsticks, but which does not require the manipulation of chopsticks.

BACKGROUND AND SUMMARY

It is a custom in the United States and elsewhere to eat Oriental foods, such as Chinese and Japanese foods, with utensils native to that part of the world, known as chopsticks. Chopsticks are generally a matching pair of rods several inches long. Unlike Western-style utensils, such as the spoon and fork, chopsticks must be manipulated carefully by the user with one hand to grasp and carry food to the user's mouth. To accomplish this task, the user must be able to both hold the chopsticks firmly between the fingers of one hand and manipulate the chopsticks between a grasping position, where the distal ends of the chopsticks are brought together to grasp food, and an open position, where the distal ends are moved apart to release food. Thus, chopsticks work in tweezer-like fashion to grasp and hold food.

Unfortunately, the use of chopsticks requires a great deal of dexterity, making their use impossible by those without training, and often making their use undesirable by those who do not use them regularly, but who do not wish to risk the embarassment of dropping or otherwise mishandling the food they are eating. Moreover, even skilled users of chopsticks may have difficulty when eating rice, noodles and other foods, due to the tweezer-like manner in which chopsticks grasp such foods. Accordingly, those wishing to avoid embarrassment while eating often must break with Oriental custom by opting for the less-embarrassing and less enjoyable alternative of using Western-style utensils when eating Oriental cuisine.

These disadvantages are overcome by the present invention, which provides an eating utensil that, when used, resembles chopsticks, but which does not require the skilled manipulation of chopsticks. The utensil includes a pair of elongate handles that converge toward their distal ends, where they are secured to a food-engaging member, such as fork tines, a spoon or other Western-style utensil. The food-engaging member may be detachably secured to the handles, to allow replacement of the handles or the food-engaging member if any of such components should break, or to allow substitution of a variety of types of food-engaging members, such as forks or spoons, as desired.

Thursday, October 15, 2009

Einkaleyfi vikunnar II

Einkaleyfi þessarar viku er búnaður sem auðveldar konum barnsfæðingar og veitir eflaust ekki af. Þessi búnaður var fundinn upp af Blonsky hjónunum, þeim George og Charlotte. Skyldu þau hafa fengið hugmyndina í öflugri hringekju?

Eins og sést á myndunum felst búnaðurinn í stórum diski sem hin barnshafandi kona er rækilega spennt föst á og er svo disknum snúið á hæfilegum hraða til að barnið þrýstist út með miðflóttaafli og er gripið í þar til gerðri körfu. Ekki fylgir sögunni hvort hjónin hafi smíðað og prófað búnaðinn.





Svo kemur þessi ögn sérstaki texti sem skýrir gagnsemi uppfinningarinnar, sem var fundin upp 1963:

Fáfræðisfóður

Ég er einn af mörgum sem sagði upp áskrift að Mogganum fyrir síðustu mánaðarmót. Gerði það samt alveg æsingalaust enda voru eigendurnir svo sem ekki að gera mér neitt illt með ákvörðun sinni um ritstjóraskipti, ég bara missti við það áhuga og traust á blaðinu. Hélt samt ég myndi aðeins sakna hans, enda forfallinn blaðafíkill. Svo ég var ekkert að afþakka aukamánuðinn sem mér var boðinn með bréfinu hátíðlega undirrituðu af ritstjórunum.

Þessi aukamánuður gerir hins vegar fyrst og fremst það að sannfæra mann að ákvörðunin var rétt. Blaðið er á niðurleið og ritstjórnarefni reyni ég að fletta fram hjá geðheilsunnar vegna. Og eins og kemur fram hjá Baldri Mcqueen er sannleiks-standardinn hjá ritstjórunum ekki í hávegum hafður. Í Staksteinapistli í morgun fara ritstjórar með tómt þvaður, sem ætti að vera upplýstu fólki löngu ljóst. Í öllu falli ættu blaðamenn og ritstjórar að reyna að vera upplýstir um það sem þeir skrifa um hverju sinni.

Vita mennirnir ekki betur? Eða er þetta meðvitað fáfræðisfóður oní harðkjarna-moggabloggara-þjóðerniseinangrunarsinnana sem enn kaupa Moggann?

Tuesday, October 13, 2009

Sniðugt dót

Alltaf gaman af frumlegri hugsun og skemmtilegri hönnun. Á þessari síðu: www.toxel.com er safnað saman aragrúa af slíku, meðal annars þessum hlutum:

Þrír bollar:





(Þessi síðasti er ekki alvöru!)


Vekjaraklukka sem rúllar fram af náttborðinu og þarf að elta uppi:




Maturinn týnist síður í þessum ísskáp:

Saturday, October 10, 2009

Ekki furðulegustu friðarverðlaunin

Flestum kom á óvart að Barack Obama Bandaríkjaforseti skyldi tilnefndur til friðarverðlauna Nobels. Friðarverðlaunatilnefning hefur þó áður verið umdeild og sumir verðlaunahafar hreint ekki taldir miklir friðarsinnar.

Henry Kissinger er mun margt merkilegur maður, þó sá sem hér skrifar sé ekki sérstakur aðdáandi hans. Kissinger hefur í áratugi haft mikið að segja um utanríkisstefnu Bandaríkjanna, sérstaklega á árunum 1969-77 en einnig á þessari öld, var hann t.d. tíður gestu í Hvíta húsið í tíð Georg W. Bush og ötull ráðgjafi og stuðningsmaður innrásarinnar í Írak. Hann var utanríkisráðherra í ríkistjórn Nixon forseta og átti mikinn þátt í að þíða gaddfrosin sambönd við Bandaríkjanna við bæði Sovétríkin og Kína.

En ótalmargt varpar skugga á feril Kissinger, ekki síst eindreginn stuðningur hans við einræðisherra og ógnarstjórnir í suður-Ameríku og áhrif hans á stefnu Bandaríkjanna í þessa veru.

Þetta má lesa á alfræðivefnum wikipedia:

The Nixon administration authorized the Central Intelligence Agency (CIA) to instigate a military coup that would prevent Allende's inauguration, but the plan was not successful. The extent of Kissinger's involvement in or support of these plans is a subject of controversy. Yet it is proven fact that he was involved in what turned into the murder of a Chilean General, René Schneider, who was opposed to and stood in the way of a military coup.

United States-Chile relations remained frosty during Salvador Allende's tenure, following the complete nationalization of the partially U.S.-owned copper mines and the Chilean subsidiary of the U.S.-based ITT Corporation [...] The CIA, directly instigated by Kissinger, provided formation and education for the military officers directly involved in the coup against Allende, and funding for the mass anti-government strikes in 1972 and 1973; during this period, Kissinger made several controversial statements regarding Chile's government, stating that "the issues are much too important for the Chilean voters to be left to decide for themselves" and "I don't see why we need to stand by and watch a country go Communist due to the irresponsibility of its people." [...]

In September 1973, Allende was killed during a military coup launched by Army Commander-in-Chief Augusto Pinochet, who became President. A document released by the CIA in 2000 titled "CIA Activities in Chile" revealed that the CIA actively supported the military junta after the overthrow of Allende and that it made many of Pinochet's officers into paid contacts of the CIA or US military, even though many were known to be involved in notorious human rights abuses [...]

On September 16, 1973, five days after Pinochet had assumed power, the following exchange about the coup took place between Kissinger and President Nixon:

Nixon: Nothing new of any importance or is there?
Kissinger: Nothing of very great consequence. The Chilean thing is getting consolidated and of course the newspapers are bleeding because a pro-Communist government has been overthrown.
Nixon: Isn't that something. Isn't that something.
Kissinger: I mean instead of celebrating – in the Eisenhower period we would be heroes.
Nixon: Well we didn't – as you know – our hand doesn't show on this one though.
Kissinger: We didn't do it. I mean we helped them. [garbled] created the conditions as great as possible.
Nixon: That is right. And that is the way it is going to be played.


Seinna þetta saman ár, 1973, voru Kissinger veitt friðarverðlaun Nobels.

Friday, October 9, 2009

Einkaleyfi vikunnar

Þetta er nýr liður á þessu nýja bloggi. Í minni vinnu er ég mikið að skoða einkaleyfi, sum þeirra eru býsna skemmtileg.

Það sem hér er kynnt greinir frá þjófavarnarkerfi, ekki svo galið hér í Reykjavík í ljósi frétta. Þetta kerfi hefur þá kosti að það virkar jafnt þó rafmagn slái út og það vekur húsráðanda úr fasta svefni og hrekur líka þá innbrotsþjófa á flótta sem heyra illa. Einkaleyfið er runnið út svo öllum er nú frjálst að nýta uppfinninguna.


Thursday, October 8, 2009

Auðvelt að gagnrýna - Ólafur A. þarf að skýra betur

Ólafur Arnarson er afkastamikill pistlahöfundur og skrifar oft á tíðum skemmtilega og skorinorða pistla á Pressunni. Ólafur er fljótur að greina hlutina og setja fram á skýran hátt. En sumir hlutir eru flóknir og ekki til gagns að einfalda um of og horfa bara á aðra hliðina. Í pistli frá því í dag 8.10. segir Ólafur:

Prógramm AGS gengur út á að við tökum 5,2 milljarða dollara að láni til að tryggja hag spákaupmanna, sem tóku áhættu á vaxtamunarviðskiptum með krónuna og að við tökum 2,4 milljarða punda að láni frá Bretum og 1,4 milljarða evra frá Hollendingum til að greiða fyrir innistæður Breta og Hollendinga, sem létu glepjast af gylliboðum Landsbankans.

Prógrammið gengur sem sagt út á að við Íslendingar tökum tæplega 1400 milljarða króna að láni í erlendum gjaldeyri til að greiða beint út úr landinu til útlendinga. Þetta er í hnotskurn efnahagsáætlun AGS fyrir Ísland. Eini stöðugleikinn, sem efnahagsáætlunin á að leiða til á Íslandi er sá, að gengi krónunnar á að haldast stöðugt á meðan við losum útlenska spákaupmenn út úr stöðum sínum hér á landi.

Auðvitað má orða þetta svona, "við Íslendingar" greiðum peninga úr landi til "útlendinga".

Hin hliðin er sú að þessir útlendingar lögðu sitt fé hér til varðveislu og vilja nú fá þá endurgreitt. Er hægt að bara sleppa því að skila peningunum?

Ýtum Icesave aðeins til hliðar, um sangirnissjónarmið á báða bóga í því máli hefur ótal margt verið skrifað. Hin hlutinn af peningunum sem Ólafur er að tala um eru krónubréf. Hvað leggur Ólafur til? Að eigendur þeirra eigi bara að leysa út sínar peninga í íslenskum krónum og fara heim og veggfóðra með þeim og skipti þeim bara alls ekki yfir í annan gjaldeyri? Að við afléttum aldrei gjaldeyrishöftunum?

Ég er ekki að segja að ég skilji til hlítar hagfræðilegu rökin á bakvið gjaldeyrisvarasjóðinn og hversu stór han þurfi að vera, en ef menn halda því fram að AGS áætlunin sé ómöguleg hvað þetta varðar og að við þurfum ekkert að spá í afdrif þessara krónubréfa þarf að skýra það miklu betur og benda á hvaða skárri valkostir eru í stöðunni.

Tuesday, October 6, 2009

Er ANNAÐ og fleira sem tefur AGS en Icesave?

Ríkisstjórnin og fleiri sem um málið tjá sig gefa til kynna að það sé eingöngu um að kenna Icesave deilunni við Breta og Hollendinga að frekari afgreiðsla AGS á aðstoð til Íslendinga hafi tafist nú um meira en hálft ár. Er það svo? Er ekki Icesave deilan í öllum aðalatriðum leyst? AGS hefur á hinn bóginn aldrei sagt af hverju þessi töf stafar. Getur verið að fleira hangi á spýtunni? Eru stjórnvöld ekki að segja okkur allt?

Þetta sagði í fréttatilkynningu AGS frá 1. ágúst sl.:

"The government of Iceland and IMF staff have reached agreement on policies to underpin the first review under the Stand-By Arrangement. The agreement is now being reviewed by IMF management and will then need to be presented to the IMF's Executive Board for their consideration and approval. Taking into account the Executive Board's informal recess in early August, a meeting could be held in late August or early September.
The review, which would release SDR 105 million in support of Iceland's economic recovery program, was initially scheduled for the first quarter of 2009, but has been delayed. With the additional time, the authorities have been able to fully articulate their policy plans, including towards fiscal consolidation and capital control liberalization, and to advance financial sector restructuring work."


Er ekki hér verið að segja að á þessum tímapunkti í ágúst hafi afgreiðslu einfaldlega verið seinkað þar sem íslensk stjórnvöld höfðu þá ekki náð að "fully articulate their policy plans, including towards fiscal consolidation and capital control liberalization, and to advance financial sector restructuring work"

Á upplýsingavef stjórnvalda island.is má finna tímalínu: "gróf tímaáætlun fyrir efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar vegna fjárhagslegrar fyrirgreiðslu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins", skjalið er uppfært 5.1.2009.

Þar má sjá m.a. eftirfarandi:

1. Mat á sjálfbærni opinberra skulda: átti að ljúka fyrir 1. mars sl., endurskoða í lok maí, lok ágúst og lok nóvember.
2. Stefnumótun ríkisfjármála 2010-2012: átti að ljúka fyrir 1. mars 2009.
3. Samþætting á fjármálum ríkis og sveitarfélaga: átti að ljúka fyrir 1. mars 2009.
4. Árangursmat á framgangi ríkisfjármála: lok febrúar, lok maí, lok ágúst, lok nóvember.
5. Verðmat á nýju og gömlu bönkunum: átti að ljúka fyrir lok janúar sl.
6. Staðfesting á verðmati: átti að ljúka fyrir 1. mars 2009.
7. Endurfjármögnun bankanna: átti að ljúka fyrir 1. mars 2009.
8. Skoðun á rekstraráætlun bankanna til 5 ára: átti að ljúka fyrir 1. mars 2009.
9. Endurskoðun á regluverki fjármálafyrirtækja og eftirlitsstofnana: átti að ljúka fyrir 1. apríl 2009.


Er þessu öllu lokið? Mikið basl hefur verið að reyna að ljúka punkti 7, Hvar stendur hann nákvæmlega núna? Hvað með punkta 8 og 9, ekki eru þeir búnir?

Varðandi punkt 3 kom þessi frétt fyrir fjórum dögum. Er þetta ekki það sem átti að liggja fyrir 1. mars sl.?

Hvað með fjárlagafrumvarpið? Skyldi AGS finnast trúverðugar miklar og alveg óútfærðar skattahækkanir?

Getur verið að það sé auðveldara að segja að þessi töf sé einhverjum öðrum að kenna?

Sunday, October 4, 2009

Hundrað þúsund milljónir


Margir hafa rýnt í fjárlagafrumvarpið sem kynnt var fyrir helgi og spáð og spekúlerað hvort skera mætti meira niður sums staðar og hlífa einhverju annars staðar. Eigum við að sleppa Óperunni í nokkur ár? Óperusöngvararnir okkar fínu geta þá alltaf farið í jarðarfaraharkið, við höldum víst áfram að deyja bæði í góðæri og hallæri. Öðrum þykir sem Forseti lýðveldsinis gæti eflaust sparað meira, vilja ekki flestir að hann haldi sig bara inni á Bessastöðum og segi sem minnst? Hvað með Stórstúku Íslands? Þeir fá 1.3 milljón samkvæmt frumvarpinu. Vissulega eru margir liðir sem velta má fyrir sér, þó fáir varði mjög háar fjárhæðir. (Og þó, hvernig var með Varnamálastofnun, átti ekki að leggja hana niður? Hún kostar tæpan milljarð á næsta ári. Og liðurinn "Fyrrum varnarsvæði við Keflavíkurflugvöll" kostar 618 milljónir...?)

Ýmsum finnst alltof skarpt stefnt að ná hallalausum fjárlögum. Ég veit nú ekki, halli samkvæmt (óraunhæfum) fjárlögum næsta árs er áætlaður 87,4 milljarðar, halli þessa árs er áætlaður 182,3 milljarðar og hallinn 2008 var 216 milljarðar, samtals 485 milljarðar, uppsafnaður halli á þremur árum, vonandi þó verstu árum kreppunnar.


Það er töluvert meira en heildartekjur ríkisins áætlaðar á næsta ári, sem eru þó óraunhæft ofáætlaðar. Ég held við megum alls ekki hafa meiri halla eða í lengri tíma en langtímaplanið með AGS gerir ráð fyrir. Hallann þarf að greiða með lánum og lánin bera vexti, og það eru vextirnir sem eru að drepa okkur og liggja sem ofhlaðin ballast ofan í kili þjóðarskútunnar löskuðu.

Á þessari greinargóðu síðu er fín myndræn framsetning á fjárlögunum. Hægt er skoða náðar hvern lið og sjá hvernig útgjöld hvers ráðuneytis greinast.


Þarna sést að ein súlan stingur sérstaklega í augu, stingst hreinlega sem bjálki í augntóftina á manni, það er einmitt liðurinn vaxtagjöld, uppá 99 milljarða og 570 milljónir. Þetta eru vextir sem ríkissjóður greiðir á næsta ári eingöngu, af lánum. Meira en öll heilbrigðisútgjöld samanlagt. Vaxtagjöldin á þessu ári (2009) verða um 104 milljarðar, sömu upphæð er spáð fyrir 2011, en svo er gert ráð fyrir að vaxtakostnaður lækki.


Ríkissjóður er sem sagt að greiða vaxtakostnað sem nemur 21,3% af (ofáætluðum) tekjum. Ímyndaður þér nú eitt augnablik að þú sért með 468 þúsund krónur á mánuði, og þurfir að greiða af því 99,570 krónur í vexti. Býsna skuggalegt.


Þetta er sjúklega há tala, 100 þúsund milljónir, bara vextir, ekki afborganir, sem rúlla út úr ríkissjóði. Hundrað þúsund milljónir á færibandi, það eru 273 milljónir á dag, á hverjum degi ársins. (Framlag ríkisins til Íslensku Óperunnar á næsta ári verður samkvæmt frumvarpinu 140 milljónir, jafnt vaxtakostnaði á hálfum degi.)


Gengur þetta upp? Það er von að spurt sé. Í fjárlagafrumvarpinu er vaxtakostnaðurinn lítillega ræddur:




Eitt væri gætt að fá á hreint: ræður vaxtastig hér á landi (stýrivextir) einhverju um þennan ógnar-vaxtakostnað?


Thursday, October 1, 2009

Óraunhæf fjárlög ákall til allra flokka?

Ég hef oftar en ekki talað fyrir því hér t.d. á bloggi, Facebook og víðar að skattahækkanir séu nauðsynlegar og sjálfsagðar við aðstæður eins og þessar sem nú eru. Og þá meina ég skattahækkanir sem skila einhverju, ekki eins og sú hugmynd sem nefnd var í sumar með einhvern "prinsipp" hátekjuskatt uppá örfá prósent á tekjur yfir 700 þúsund, sem myndi í mesta lagi skila ríkissjóði örfáa milljarða.

Ég sæi fyrir mér t.d. skattþrep um 5% á allar tekjur yfir 400 þúsund, og önnur 5% á allar tekjur yfir 750 þúsund. Slík hugmynd myndi hafa eftirfarandi breytingar í för með sér á heildarskattprósentu (miðað við hámarksútsvar og persónufrádrátt 42.205 kr):

tekjur / núverandi % / myndi verða / skatthækkun á mánuði:

250.000 / 31,1% / 31,1% / 0 kr
500.000 / 34,2% / 35,2% / 5.000 kr
750.000 / 35,3% / 37,6% / 17.500 kr
1000.000 / 35,8% / 40.0% / 42.500 kr

Með svona hækkun væri enginn með milljón eða lægri laun að borga hærri tekjuskatt en 40%. Nú þekki ég ekki nógu vel tekjudreifingu allra landsmanna til að geta slegið á hversu miklu svona útfærsla myndi skila.

Með þeim tillögum sem eru í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir um það bil þrefalt meiri skattahækkun en þetta. Til að sú upphæð sem tekjuskattur einstaklinga skilar eigi að hækka um ríflega þriðjung, úr 106.7 milljörðum í 143.5 milljarða, þarf skattprósentan að hækka að meðaltali um ríflega 10% sýnist mér svona fljótt á litið. Það þýðir að sá sem er með 400.000 kr brúttó á mánuði þurfi að borga 40-50.000 kr meira í skatt á mánuði, fjölskylda með samtals 600.000 missir a.m.k. 70.000 kr aukalega í skatt á mánuði á næsta ári. Á hún þann afgang nú um hver mánaðarmót? Getur hún skorið niður sín útgjöld svo hressilega??

Rétt upp hönd, hversu margir landsmenn geta um þessar mundir hagrætt til að láta af hendi auka tíund af sínum brúttó tekjum?

Þá er ekki einu sinni litið til þess að tekjuskattstofninn á enn eftir að minnka á næsta ári svo sjálfsagt þyrfti skattprósentan að hækka enn meira til að ná þessu inn.

Þessi tillaga er fantasía, það veit fjármálaráðherra vel og embættismannaliðið sem vann þetta frumvarp. Ég held þetta sé eins konar gjörningur, til að kalla fram viðbrögð þingmanna allra flokka: -svona er þetta, komið þið með tillögur, hvar viljið þið skera niður?

Thursday, September 24, 2009

Tölur


Tölur eru gagnlegar til að mæla hluti, bera saman, vega og meta. En til að skilja tölur þurfum við að geta sett þær í samhengi, tengt þær við okkar reynsluheim. Við áttum okkur á hversu lengi er verið að keyra 500 km á malbikuðum vegi, við vitum að 140 kg maður er býsna þungur og að 20 stiga hiti er notalegur hiti á íslensku sumri.Að sama skapi er erfitt að skilja í huganum kílómetrafjölda til annarrar reikistjörnu eða þyngd Esjunnar í tonnum. 20 milljón tonn, er það stórt eða lítið fjall?

Ef við náum ekki að tengja tölur við veruleikann sem við þekkjum eru þær ekki eins áþreifanlegar. Reikistjarnan Satúrnus er að meðaltali 1,43 milljarða kílómetra frá jörðu. Hversu langt er það?

Tölur eru bráðnauðsynlegar til að vega og meta margvíslega hluti. Ef það á að byggja blokk við hliðina á húsinu þínu skiptir heilmiklu máli hvort hún er 3 hæðir, 6, eða 18, og hvort blokkinni fylgir bílastæði fyrir 12 bíla eða 100.

Í ár eru 40 ár síðan álver tók til starfa sunnan við Hafnarfjörð. Álverið þótti mikil lyftistöng, fjöldi manns fékk vinnu við að reisa það og vinna í því, enn aðrir reistu virkjanir til að útvega verksmiðjunni rafmagn. Framleiðslugeta þessa álvers var 33 þúsund tonn á ári. Verksmiðjan var stækkuð í áföngum og 1980 vou framleidd 100 þúsund tonn á ári. Verksmiðjan var svo aftur stækkuð 1995-97 og framleiður nú um 180 þúsund tonn á ári. (Heimild) Verksmiðjan í Straumsvík er m.ö.o. um sex sinnum stærri nú en þegar hún var vígð, og þarf sex sinnum meira rafmagn.

1998 var gangsett álver við Grundartanga í Hvalfirði. Framleiðslugeta þess var í fyrsta áfanga 60.000 tonn á ári og 2001 var hún aukin í 90.000 tonn. Á árinu 2006 var framleiðslugetan aukin í 220 þúsund tonn og í 260 þúsund tonn árið 2007. (Heimild)

Þriðja og nýjasta íslenska álverið í Reyðarfirði var gangsett 2007 og framleiðir um 360 þúsund tonn á ári, 11 sinnum meira en framleitt var í Straumsvík í upphafi. Þannig eru nú framleidd 800 þúsund tonn af áli á Íslandi á ársgrundvelli. Það er 24 sinnum meira en þegar álframleiðsla hófst hér fyrir 40 árum. Álverið í Reyðarfirði framleiðir þannig tæpan helming af öllu álinu.

Það álver sem menn vilja reisa í Helguvík á samkvæmt nýjustu fréttum líka að vera 360 þúsund tonn. Í dag dugir greinilega ekkert nema risaálver.

En risaálver þurfa risavirkjanir. Ef álverið fyrir austan hefði verið t.d. "bara" 200 þúsund tonn hefði mátt hafa hina mjög svo umdeildu Kárahnjúkavirkjun mun minni og yfirborð Hálslónsins hefði getað verið lægra. Þannig hefðu sparast fjölmargir ferkílómetrar af lyngi þöknu landi.

Viljum við gjörnýta alla fáanlega orku af Hellisheiði og mögulega þurrausa jarðgufuna þar á fimmtíu árum, auk þess að nýta all orku úr nýrri Þjórsárvirkjun fyrir álver í Helguvík? Gætu Norðurálsmenn kannski sætt sig við t.d. 180 þúsund tonna álver? Það væri samt meira en fimmfalt stærra en upphaflega álverið í Straumsvík.


Fluttur!

Ég hef fært blogg skrif mín yfir á nýjan vettvang, sjáum hvernig þetta reynist.