Friday, November 6, 2009

Einkaleyfi vikunnar V: gagnlegt í kreppunni

Einkaleyfi þessarar viku gæti gagnast nú á samdráttartímum þegar skera þarf niður í ríkisrekstri og fækka starfsfólki. Með þessari uppfinningu frá 1969 má fækka umönnunarfólki á elliheimilum, sjúkrahúsum, fangelsum og meðferðarstofnunum fyrir tölvuleikjasjúklinga, og öllum öðrum stöðum þar sem fólk er ófært um eða óviljugt að fara í bað. Einkaleyfið er útrunnið og raunar ólíklegt að það hafi verið skráð á Íslandi, svo ekki þarf að greiða leyfisgjald til að nota uppfinninguna.

US 3,483,572 Automated Bathing Facility

An automated bathing system or facility adapted for use in bathing large numbers of patients or persons in standing position by which the patients are suspended by means of a harness from an overhead rail and are moved along a conveyor belt floor past a wetting station, a rinsing station and finally into a drying station.


This invention relates to improvements in bathing facilities to be used by a plurality of people and in particular the invention provides for an automated bathing facility in which a plurality of persons or institutionalized patients may be positioned on conveyor facilities and successively moved through a plurality of stations where said patients are automatically bathed, soaped, rinsed, and dried while being supported in a vertical or standing position.


1 comment:

  1. Ég vil fá svona heim til mín fyrir þá 2/3 barna minna sem þarf alltaf að beita fortölum fyrir hvert bað.

    ReplyDelete