47% hátekjuskattur á tekjur yfir 500.000 kr á mánuði er auka 10% hátekjuþrep. Það þýðir að skattur á þennan hluta tekna hækkar um 27%, þ.e.a.s. 10% þrepið sem hlutfall af 37%.
En samkvæmt fjárlagafrumvarpinu eins og það var lagt fram í byrjun október áttu skattar á tekjur einstaklinga að aukast alls um ca. 34% (úr 106 milljörðum áætluðum fyrir 2009 í 143 milljarða, sjá eldri færslu).
27% hækkun á hluta tekna getur ekki skilað 34% heildar-skattahækkun á einstaklinga. Langt í frá.
Tökum dæmi:
Einstaklingur með 800.000 kr í mánaðartekjur þarf að greiða 30.000 kr meira vegna þessa skattþreps, auka 10.000 kr á hvern hundraðþúsundkall umfram 500.000, og 10 þúsund aukalega á tekjurnar milli 250 og 500.000. Mánaðarlegur tekjuskattur hans hækkar úr u.þ.b. 256.000 kr í um 296.000 kr, eða um ca. 16%.
ÞEtta er ekki alveg nákvæmt, því samkbæmt hugmyndunum á skattprósentan að lækka lítils háttar á lægsta tekjubilið, á tekjur undir 250.000.
Ég sé samt ekki að þetta fylli í skattalið fjárlaga, þetta virðist svona samkvæmt gróflegum útreikningi skila alla vega helmingi minni skatthækkun en fjárlög gera ráð fyrir.
Monday, November 9, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Donaskapur hja ther ad vera alltaf ad troda prosentureikningi og stadreyndum framan i folk. -Ulli
ReplyDelete