Monday, November 2, 2009

Refskák Nonna

Ef ég væri Nonni ríki og ætti risastórt en hrikalega skuldsett og umframveðsett fyrirtæki og væri í mjög þröngri stöðu að semja við minn viðskiptabanka gæti þetta verið snjöll flétta:

Ég myndi nota mína eigin fjölmiðla og leka út sögum um að ég væri að loka díl aldarinnar, fengi áfram að halda 60% í fyrirtæki mínu en fá afskrifaðar skuldir sem jafngilda 150 þúsund kalli á hvert mannsbarn eða hálfa milljón á hverja fjölskyldu. (Svona u.þ.b. það sem meðalfjölskyldan verslar á einu ári í fyrirtækjum mínum...)

Í kjölfarið hæfist misvitur umræða í veikburða fjölmiðlum, upphrópanir í netmiðlum, allir sjóðandi illir. Eftir fáa daga kæmi svo í ljós að þetta var allt bara bull, díllinn var alls ekki svona svakalegur heldur miklu skárri og allir myndu segja pfúff, sjúkkít! og verða voða fegnir.

En ég myndi kannski losna við skuldahalann, yfirvofandi gjaldþrot og fengi að halda gömlu góðu Bónusbúðunum mínum.

Það væri kannski tilraunarinnar virði?


No comments:

Post a Comment