Þetta sagði í fréttatilkynningu AGS frá 1. ágúst sl.:
"The government of Iceland and IMF staff have reached agreement on policies to underpin the first review under the Stand-By Arrangement. The agreement is now being reviewed by IMF management and will then need to be presented to the IMF's Executive Board for their consideration and approval. Taking into account the Executive Board's informal recess in early August, a meeting could be held in late August or early September.
The review, which would release SDR 105 million in support of Iceland's economic recovery program, was initially scheduled for the first quarter of 2009, but has been delayed. With the additional time, the authorities have been able to fully articulate their policy plans, including towards fiscal consolidation and capital control liberalization, and to advance financial sector restructuring work."
Er ekki hér verið að segja að á þessum tímapunkti í ágúst hafi afgreiðslu einfaldlega verið seinkað þar sem íslensk stjórnvöld höfðu þá ekki náð að "fully articulate their policy plans, including towards fiscal consolidation and capital control liberalization, and to advance financial sector restructuring work"
Á upplýsingavef stjórnvalda island.is má finna tímalínu: "gróf tímaáætlun fyrir efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar vegna fjárhagslegrar fyrirgreiðslu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins", skjalið er uppfært 5.1.2009.
Þar má sjá m.a. eftirfarandi:
1. Mat á sjálfbærni opinberra skulda: átti að ljúka fyrir 1. mars sl., endurskoða í lok maí, lok ágúst og lok nóvember.
2. Stefnumótun ríkisfjármála 2010-2012: átti að ljúka fyrir 1. mars 2009.
3. Samþætting á fjármálum ríkis og sveitarfélaga: átti að ljúka fyrir 1. mars 2009.
4. Árangursmat á framgangi ríkisfjármála: lok febrúar, lok maí, lok ágúst, lok nóvember.
5. Verðmat á nýju og gömlu bönkunum: átti að ljúka fyrir lok janúar sl.
6. Staðfesting á verðmati: átti að ljúka fyrir 1. mars 2009.
7. Endurfjármögnun bankanna: átti að ljúka fyrir 1. mars 2009.
8. Skoðun á rekstraráætlun bankanna til 5 ára: átti að ljúka fyrir 1. mars 2009.
9. Endurskoðun á regluverki fjármálafyrirtækja og eftirlitsstofnana: átti að ljúka fyrir 1. apríl 2009.
Er þessu öllu lokið? Mikið basl hefur verið að reyna að ljúka punkti 7, Hvar stendur hann nákvæmlega núna? Hvað með punkta 8 og 9, ekki eru þeir búnir?
Varðandi punkt 3 kom þessi frétt fyrir fjórum dögum. Er þetta ekki það sem átti að liggja fyrir 1. mars sl.?
Hvað með fjárlagafrumvarpið? Skyldi AGS finnast trúverðugar miklar og alveg óútfærðar skattahækkanir?
Getur verið að það sé auðveldara að segja að þessi töf sé einhverjum öðrum að kenna?
Þetta er góður punktur sem farið hefur framhjá manni, enda alltaf auðvelt að kenna útlendingunum um í svona ástandi.
ReplyDeleteÍ fljótu bragði sýnist mér að síðustu tveir liðirnir séu óframkomnir því endurskoðun á regluverki er að mig minnir, m.a. hluti af niðurstöðum Rannsóknanefndar Alþingis.
Hitt atriðið hefur ekkert verið upplýst svo það er vafi hvort það sé búið eður ei