Thursday, October 15, 2009

Fáfræðisfóður

Ég er einn af mörgum sem sagði upp áskrift að Mogganum fyrir síðustu mánaðarmót. Gerði það samt alveg æsingalaust enda voru eigendurnir svo sem ekki að gera mér neitt illt með ákvörðun sinni um ritstjóraskipti, ég bara missti við það áhuga og traust á blaðinu. Hélt samt ég myndi aðeins sakna hans, enda forfallinn blaðafíkill. Svo ég var ekkert að afþakka aukamánuðinn sem mér var boðinn með bréfinu hátíðlega undirrituðu af ritstjórunum.

Þessi aukamánuður gerir hins vegar fyrst og fremst það að sannfæra mann að ákvörðunin var rétt. Blaðið er á niðurleið og ritstjórnarefni reyni ég að fletta fram hjá geðheilsunnar vegna. Og eins og kemur fram hjá Baldri Mcqueen er sannleiks-standardinn hjá ritstjórunum ekki í hávegum hafður. Í Staksteinapistli í morgun fara ritstjórar með tómt þvaður, sem ætti að vera upplýstu fólki löngu ljóst. Í öllu falli ættu blaðamenn og ritstjórar að reyna að vera upplýstir um það sem þeir skrifa um hverju sinni.

Vita mennirnir ekki betur? Eða er þetta meðvitað fáfræðisfóður oní harðkjarna-moggabloggara-þjóðerniseinangrunarsinnana sem enn kaupa Moggann?

1 comment:

  1. Það er allavega verið að gera hann að systematísku flokksblaði fyrir náhirðina. Sá það á DV að sonur Jón Steinars er orðinn blaðamaður þar en hann er fyrrum formaður Frjálshyggjufélagsins(eða fyrrum stjórnarmaður). Maður biður eftir tilkynningunni svo um samineingu AMX og Moggans með tveimur nýjum blaðamönnum af Viðskiptablðainu:Andrési Magnússyni og Gísla Frey Valdórssyni.

    Þá verður örugglega áskrifendahópurinn stór:)

    ReplyDelete