Tuesday, October 27, 2009

Eru rík börn í Skagafirði?

... eða er Sauðárkrókur kannski í allt öðru landi en hér á Íslandi?

Þessu velti ég fyrir mér vegna frétta í dag af fjölmennum fundi á Sauðárkróki þar sem því var harðlega mótmælt að skorið yrði niður hjá ríkisstofnunum í héraðinu.

Þeir hljóta að eiga rík börn, sem geta borgað tilbaka LÁN sem þarf til að reka ríkissjóð áfram með ógnarhalla. Eða sætta Skagfirðingar sig við niðurskurð, bara annars staðar en hjá sér?

Sauðkræklingar geta lesið fjárlagafrumvarpið hér og komið með tillögur hvernig megi greiða fyrir rekstur ríkissjóðs, draga úr útgjöldum og útdeila takmörkuðum fjármunum úr honum. Annars verður gagnrýni þeirra bara tómt píp.

Frumvarpið er raunar meingallað eins og ég hef skrifað um, og ég veit ekki hvenær fólk, t.d. á þingi, hefur hugsað sér að ræða það af einhverju viti, en nú er tæpur mánuður síðan það var kynnt. Kannski til of mikils vænst að það verði rætt af viti einmitt á þingi?


Sauðárkrókur á góðum degi

1 comment: