Friday, November 13, 2009
Færi mig um set
Þetta er frábært framtak nokkurra duglegra einstaklinga og gaman að vera með og búa til nýjan vettvang þar sem ég vona að uppbyggileg og skemmtileg skoðanaskipti munu blómstra.
Bloggheimar byggja á grunni Wordpress viðmóts sem ég er enn að læra á en virðist bjóða upp á mun meiri sveigjanleika og ekki síðri möguleika en viðmótið hér á blogspot.
Monday, November 9, 2009
Skilar 47% skattþrep nægu?
En samkvæmt fjárlagafrumvarpinu eins og það var lagt fram í byrjun október áttu skattar á tekjur einstaklinga að aukast alls um ca. 34% (úr 106 milljörðum áætluðum fyrir 2009 í 143 milljarða, sjá eldri færslu).
27% hækkun á hluta tekna getur ekki skilað 34% heildar-skattahækkun á einstaklinga. Langt í frá.
Tökum dæmi:
Einstaklingur með 800.000 kr í mánaðartekjur þarf að greiða 30.000 kr meira vegna þessa skattþreps, auka 10.000 kr á hvern hundraðþúsundkall umfram 500.000, og 10 þúsund aukalega á tekjurnar milli 250 og 500.000. Mánaðarlegur tekjuskattur hans hækkar úr u.þ.b. 256.000 kr í um 296.000 kr, eða um ca. 16%.
ÞEtta er ekki alveg nákvæmt, því samkbæmt hugmyndunum á skattprósentan að lækka lítils háttar á lægsta tekjubilið, á tekjur undir 250.000.
Ég sé samt ekki að þetta fylli í skattalið fjárlaga, þetta virðist svona samkvæmt gróflegum útreikningi skila alla vega helmingi minni skatthækkun en fjárlög gera ráð fyrir.
Sunday, November 8, 2009
Ármann hittir naglann á höfuðið
Almenningur sér nú bankamenn fyrir sér sem heimska, óheiðarlega og yfirborgaða áhættufíkla sem ætti að setja í fangelsi fyrir þau stórfenglegu skemmdarverk sem þeir unnu.
Þetta segir Ármann Þorvaldsson, í viðtali við The Guardian. Sagt er frá þessu Pressunni, undir fyrirsögninni: "Ármann Þorvaldsson: Starfsfólk banka ekki yfirborgaðir heimskir áhættufíklar sem læsa á inni". Ég skil raunar ekki hvaðan Pressan fær þessa fyrirsögn, Ármann er svo sem ekkert beinlínis að rengja þennan dóm, en segir að að það sé "ekki þægilegt að láta líta svoleiðis á sig".
Nei, skiljanlega er það ekki. Mér skilst á bókadómum að hann staðfesti í bók sinni að heilmikið sé til í þessum dómi almennings. Hef sjálfur ekki lesið hana, en þetta má lesa í Guardian viðtalinu:
"These were businesses that were built from almost nothing over a 15-year period. They were the result of a lot of hard work by talented people. The average man or woman on the street now thinks every banker is stupid, dishonest and overpaid, a risk junkie who should go to jail for the colossal vandalism we've caused. Being perceived like that doesn't feel great."Forvitnilegt að sjá í hvað peningarnir fóru sem bankarnir soguðu til sín.Peppered with anecdotes illustrating the lifestyle excesses that mirrored Kaupthing's meteoric rise from a small firm in Iceland's tiny island economy to a significant European player, it is hard to see how Thorvaldsson hopes his book's candour will win over hostile critics.
Episodes that he recalls include arm-wrestling contests and nightclub excursions during a lavish Icelandic fishing trip for the KSF client Gordon Ramsay; hiring Tom Jones to sing at a private party for 200 guests at the Natural History Museum; and an extravagant St Tropez lunch where a waiter dressed as Spider-Man sprayed the contents of a Melchizedek – a 30-litre champagne bottle – over guests including a Russian billionaire sat on a throne and the former chairman of one of the UK's largest banks.
During the Monaco grand prix, Thorvaldsson recalls, "we knew so many people that we hopped from one yacht to another", name-dropping the retail entrepreneurs Mike Ashley and Sir Tom Hunter, property developers the Candy Brothers and currency trader Joe Lewis – all of whom became clients.
"We socialised and networked at high-profile events at venues like Elton John's home, the Winter Palace in St Petersburg and Hampton Court Palace … I sat at tables with Elle McPherson and Sting, and stood at urinals with Rod Stewart and Hugh Grant on either side of me."
Friday, November 6, 2009
Einkaleyfi vikunnar V: gagnlegt í kreppunni
US 3,483,572 Automated Bathing Facility
An automated bathing system or facility adapted for use in bathing large numbers of patients or persons in standing position by which the patients are suspended by means of a harness from an overhead rail and are moved along a conveyor belt floor past a wetting station, a rinsing station and finally into a drying station.
This invention relates to improvements in bathing facilities to be used by a plurality of people and in particular the invention provides for an automated bathing facility in which a plurality of persons or institutionalized patients may be positioned on conveyor facilities and successively moved through a plurality of stations where said patients are automatically bathed, soaped, rinsed, and dried while being supported in a vertical or standing position.
Monday, November 2, 2009
Refskák Nonna
Ég myndi nota mína eigin fjölmiðla og leka út sögum um að ég væri að loka díl aldarinnar, fengi áfram að halda 60% í fyrirtæki mínu en fá afskrifaðar skuldir sem jafngilda 150 þúsund kalli á hvert mannsbarn eða hálfa milljón á hverja fjölskyldu. (Svona u.þ.b. það sem meðalfjölskyldan verslar á einu ári í fyrirtækjum mínum...)
Í kjölfarið hæfist misvitur umræða í veikburða fjölmiðlum, upphrópanir í netmiðlum, allir sjóðandi illir. Eftir fáa daga kæmi svo í ljós að þetta var allt bara bull, díllinn var alls ekki svona svakalegur heldur miklu skárri og allir myndu segja pfúff, sjúkkít! og verða voða fegnir.
En ég myndi kannski losna við skuldahalann, yfirvofandi gjaldþrot og fengi að halda gömlu góðu Bónusbúðunum mínum.
Það væri kannski tilraunarinnar virði?